Fara í efni

Notalegt í nóvember í Hofi og Samkomuhúsinu

ljósmyndari: María Helena Tryggvadóttir
ljósmyndari: María Helena Tryggvadóttir

Það verður notalegt í nóvember í Hofi og Samkomuhúsinu þar sem fjölbreyttir viðburðir, stórir sem smáir, leika aðalhlutverkið. Notalegheitin hefjast strax í hádeginu föstudaginn 4. nóvember með Föstudagsfreistingum Tónlistarfélags Akureyrar. Það er Dúó Stemma sem leikur fyrir gesti.  Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri sýnir uppfærslu sína á Litlu hryllingsbúðinni í Samkomuhúsinu bæði föstu- og laugardagskvöld kl. 20 en það eru síðustu sýningarnar. 

Kröftugir tónar Karlakórs Eyjafjarðar óma í Hofi  kl 15 á laugardaginn en þá koma saman nýir og gamlir kórfélagar og taka lagið í tilefni af 20 ára afmæli kórsins. Á sunnudaginn kl. 14 stíga Hymnodía og Vandræðaskáldin á stokk í Hofi þar sem haldið er uppá 100 ára fæðingarafmæli Kristjáns frá Djúpalæk. Jónína Björt mun þar syngja lög úr Pílu pínu úr hinu vinsæla leikverki MAk frá síðasta ári.

Enginn aðgangseyrir er á viðburðinn á sunndaginn. Tryggið ykkur miða á aðra viðburði helgarinnar á mak.is, í síma 450 1000 eða í miðasölunni í Hofi.

Til baka