Nýr framkvæmdastjóri
27.01.2016
Menningarfélag Akureyrar hefur ráðið Þuríði Helgu Kristjánsdóttur í starf framkvæmdastjóra.
Þuríður hefur starfað sem mannauðs- og verkefnastjóri hjá Norræna húsinu undanfarin átta ár. Þar annaðist hún verkefnastjórn smárra og stórra viðburða, fjáragsáætlanagerð, mannauðsstjórnun og stefnumótun, var staðgengill forstjóra og starfaði sem fjármálastjóri Norræna hússins í tvö ár. Þuríður hefur lokið MA-prófi í mannauðsstjórnun, kennsluréttindanámi og BA-prófi í myndlist.
Stjórn MAk býður Þuríði innilega velkomna til starfa hjá félaginu. Framundan er spennandi og krefjandi starf við rekstur og stjórnun ungs félags í vexti og mótun. Þar mun reynsla Þuríðar og þekking á menningarstarfi og rekstri sannarlega nýtast vel.