Páskar í Hofi
Dagskrá páskahátíðarinnar hefst með stórtónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, ungsveitar SÍ og einleikarans Sæunnar Þorsteinsdóttur á skírdag. Á föstudaginn langa verða tónleikarnirFjölskylduferð á skódanum til heiðurs Ingimari Eydal, uppselt er á tónleikana. Óskar Pétursson heldur tónleika á laugardagskvöldið þar sem óbeislaður húmor og léttleiki verður í fyrirúmi. Óskar fær til sín góða gesti, m.a. afmælisbarnið Valgeir Guðjónsson og Álftagerðisbræður. Hljómsveitarstjóri verður sem fyrr Gunnar Þórðarsson. Nýdönsk slær svo botninn á sunnudagskvöldið með sýningunniNýdönsk í nánd sem gengið hefur fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu.
Veitingastaður hússins 1862 Nordic bistro er með vandaðan matseðil frá morgni til kvölds og hinn vinsæli fjölskyldubrunch verður á boðstólum á páskadag frá kl. 11-14. Í verslunni Hrím er úrval af íslenskri hönnunarvöru.
Miðasala Hofs opnar þremur klukkustundum fyrir viðburði páskahelgarinnar en miðasala Hofs á vefnum er opin allan sólarhringinn.
Sjáumst í Hofi!