Fara í efni

Sigurganga Kvenfólks

Kvenfólk var frumsýnt haustið 2017 í Samkomuhúsinu á Akureyri.
Kvenfólk var frumsýnt haustið 2017 í Samkomuhúsinu á Akureyri.

Á föstudaginn verður 50. sýning á Kvenfólki með Hundi í óskilum í Borgarleikhúsinu. Kvenfólk var frumsýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri í september 2017 þar sem það var sýnt fyrir fullu húsi heilar 32 sýningar áður en verkið fór suður yfir heiðar. Kvenfólk hefur því gengið fyrir fullu húsi í yfir 80 sýningar og er komið á fjalirnar þriðja leikárið í röð.

Dúettinn Hundur í óskilum, skipaður þeim Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen, hefur vakið athygli fyrir meinfyndnar og hárbeittar sagnfræðlegar tónlistarsýningar sínar og unnið til fjölmargra grímuverðlauna - og tilnefninga. í Kvenfólki draga þeir fram átakanlega, en um leið drepfyndna, sögu kvenna og kvennabaráttu á Íslandi sem lætur engan ósnortinn.

 

Til baka