Sjö ungmenni í Upptaktinum í ár!! Til Hamingju!
Átta verk voru valin af dómnefnd úr fjölda umsókna, sem bárust í Upptaktinn í ár.
Verkin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg en höfundar þeirra eru á aldrinum 12 – 16 ára.
Ungtónskáld Upptaktsins 2025 eru:
Alex Parraguez Solar
Hákon Geir Snorrason
Heimir Bjarni Steinþórsson
Hjördís Emma Arnarsdóttir
Hjörtur Logi Aronsson
Ísólfur Raymond Matharel
Lára Rún Keel Kristjánsdóttir
Atvinnuhljóðfæraleikarar flytja verk ungmennanna á stóra sviðinu í Hamraborg sunnudaginn 27. apríl næstkomandi kl. 17.
Lögin eru útsett af tónlistarfólkinu Gretu Salóme og Kristjáni Edelstein fyrir hljómsveitina en ungmennin sjö vinna nú þessa dagana með listafólkinu að útsetningu laga sinna og svo verður uppskeruhátíð á tónleikunum sjálfum!
Þar sitja höfundarnir út í sal og njóta afrakstursins ásamt gestum hússins.
Hljómsveitina skipa:
Emil Þorri Emilsson – slagverk og trommur
Greta Salóme – fiðla og söngur
Kristján Edelstein – gítar
Stefán Ingólfsson – bassi
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir - selló
Þórður Sigurðarson – hljómborð og harmonika
Tónlistarstjóri: Greta Salóme.
Frítt er inn á tónleikana og öll velkomin.
Upptakturinn í Hofi er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Upptaktsins í Hörpu, styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra.
Upptakturinn er þátttakandi í Barnamenningarhátiðinni á Akureyri.