Söfnunin: Mér er ekki sama í Hofi og beinni útsendingu á N4 - Frítt inn!
Gestir og gangandi eru velkomnir í salinn. Enginn aðgangseyrir en tekið verður á móti frjálsum framlögum sem renna óskipt til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Söfnunin er unnin í samstarfi við N4, Vodafone, Icelandair og Bílaleigu Akureyrar og er nú haldin í annað sinn, en hún var haldin fyrst fyrir fimm árum.
Söfnunin rennur óskipt til Hjálparstarfs Kirkjunnar og safnað er fyrir þá einstaklinga og fjölskyldur sem minna mega sín á Norðurlandi.
Fyrir þá sem ekki hafa ráð á jólum eða að senda börn sín á frístundarheimili, tónlistarnám og fleira.
Símalínur verða opnar frá hádegi 8. desember til hádegis þann 19. desember. Beint símanúmer söfnunarinnar er s. 518 1800.
Bein útsending verður frá Menningharhúsinu Hofi föstudagskvöldið 16. desember klukkan 20 og verður útsendingin
á sjónvarpsstöðinni N4.
Þeir sem fram koma eru meðal annars: Hvanndalsbræður, Björg Þórhallsdóttir sópran, Eiríkur og Halldór Helgasynir atvinnumenn á
brettum, Gestur Einar Jónsson leikari með meiru, Atli Hilmarsson og Oddur Grétarsson handknattleiksmenn hjá Akureyri, Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur,
Bryndís Rún sunddrotting og Dýrleif Skjóldal rithöfundur, Kristján Þór Júlíusson og Höskuldur Þór
Þórhallsson alþingismenn og fleiri.
Leikatriði verður frá Leikfélagi Akureyrar og fleiri skemmtilega uppákomur ásamt uppistandi verða í boði. Leggðu þitt af mörkum og
mættu í beina útsendingu í Menninghúsinu Hofi og taktu alla fjölskylduna með.