Fara í efni

Yfirlýsing frá SAVÍST

SAVÍST, samtök atvinnuveitenda í sviðslistum, sendir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu;
 
Stjórnendur þeirra menningarstofnana sem eiga aðild að samtökunum munu bregðast við stöðunni sem uppi er varðandi áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum og láta gera sameiginlega faglega úttekt á stöðunni sem verður fylgt eftir með markvissum hætti í samráði við hlutaðeigandi fagfélög. Við tökum þá ábyrgð mjög alvarlega að skapa starfsfólki í menningarstofnunum öruggt starfsumhverfi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að svo verði.
 
Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri
Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Erna Ómarsdóttir, Listdansstjóri Íslenska Dansflokksins
Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússtjóri
Magnús Geir Þórðarson, Útvarpsstjóri
Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Óperustjóri
Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar og Leikfélags Akureyrar
 
Menningarfélag Akureyrar hefur þegar haldið fund með starfsmönnum sínum og þeim gert grein fyrir því að öllu starfsfólki Menningarfélags Akureyrar skuli tryggt öruggt umhverfi og virðing. Í því felst að þurfa ekki að þola einelti eða annars konar ofbeldi. Ábyrgð á öryggi starfsfólks, aðgerðaráætlun og viðbrögð við slíkum málum er á ábyrgð stjórnenda MAk. Einnig var starfsfólki kynnt ný aðgerðaráætlun og viðbrögð við einelti og kynbundnu ofbeldi.  Finna má aðgerðaráætlunina hér

 

 
 
Til baka