Ragnhildur Gísladóttir er svo sannarlega brautryðjandi í íslensku tónlistarlífi. Þessi frábæra tónlistarkona heilsar upp á Jón Ólafsson í Hofi í nóvember, klyfjuð tónlist og sögum frá litríkum ferli. Þar munu meðal annars koma við sögu Stuðmenn, Grýlurnar og Brunaliðið auk þess sem Draumaprinsinn Benóní verður væntanlega skammt undan. Bræðurnir Stebbi og Maggi Magg verða þeim Jóni til aðstoðar á sviðinu.
Af fingrum fram í Hofi er samvinna Menningarfélags Akureyrar og Móðurfélagsins.
Forsöluverð er til 15. september.