Fara í efni
Dags Tími
18 .okt '24 17:00

Rebekka Kühnis opnar sýningu sína “Hverfult” föstudaginn 18. október kl. 17:00 – 19:00.

Hún sýnir ný málverk af einstakri túlkun hennar á íslenskri náttúru auk nokkurra teikninga frá fyrri árum.

Rebekka Kühnis fæddist árið 1976 í Windisch í Sviss. Hún stundaði nám við Hochschule der Künste í Bern og lauk þar meistaragráðu í list- og kennslufræði. Hún hefur síðan starfað sem listamaður og kennari og tekið þátt í fjölda einka- og hópsýninga í Sviss og á Íslandi.

Þegar Rebekka fór að skoða landið fótgangandi í gegnum margar gönguferðir, rötuðu hughrifin og skynjunin sem hún upplifði smám saman inn í list hennar þar til Íslenskt landslag var orðið aðalviðfangsefni hennar. Árið 2015 flutti hún til Akureyrar þar sem hún hefur búið og starfað síðan.

Um verk hennar segir hún: „Ég hef alla tíð haft listræna þörf fyrir að leysa upp umhverfi mitt, eða í það minnsta að umbreyta því í eitthvað loftkenndara og óljósara. Ég upplifi íslenska náttúru sem ósnortna og ekki eins skilgreinda og afmarkaða og náttúruna í heimalandi mínu. Það er eins og allt sé kvikt og breytilegt og að ég sé hluti þess alls. Að baki er einnig grundvallarmeðvitund um stöðuga breytingu alls. Mér hugnast léttleikinn í þessari hugsun.“

 

ENSKA

Rebekka Kühnis opens her exhibition „Fleeting“ Friday, October 18th from 5:00 to 7:00 PM. The exhibition will feature new paintings of her unique interpretation of icelandic nature as well as some of her drawings from previous years.

Rebekka Kühnis was born in 1976 in Windisch, Switzerland. She studied at the Hochschule der Künste in Bern, where she earned a master’s degree in Art & Education. She has since worked as an artist and teacher, participating in numerous solo and group exhibitions in Switzerland and Iceland.

As Rebekka began exploring Iceland on foot through many hiking trips, the impressions and sensations she experienced gradually found their way into her art until Icelandic landscape became her primary subject.

In 2015 she moved to Akureyri where she has been living and working since.

About her work she says: “I have always felt a need to artistically dissolve my environment or at least to transform it into something less rigid, lighter, more ambiguous.

In Icelandic nature I found, in contrast to my country of origin, something pristine, less defined, less determined. As if everything around me was vibrant, in process of transformation and me being a part of it. I perceive a constant transformation of everything and enjoy the lightness that comes with this realisation.“