4. og 5. bekkingum boðið í leikhús
Alls koma um 800 börn á sýningarnar sem verða fjórar talsins, dagana 25. til 28. janúar í Hofi.
Aðeins ein sýning er eftir af verkinu í almennri sölu miðvikudaginn 26. janúar kl. 17.00. Miðasala er í síma 450 1000 eða á www.menningarhus.is
UM SÝNINGUNA:
Sýningin hefur það að markmiði að áhorfendur sjái vatn í nýju ljósi; upplifi margbreytileika, mikilvægi og
töfra bláa gullsins. Þrír túðar leiða áhorfendur um sögusvið vatnsins sem hefur verið á stöðugu
ferðalagi um jörðina í árþúsundir; undir og á yfirborði hennar, í öllu lífverum og um himingeiminn. Trúðarnir varpa
fram ýmsum spurningum um eðli og uppruna vatnsins á fræðandi en trúðslegan hátt! Ragnhildur Gísladóttir sér um hljóðmynd
og Gjörningaklúbburinn (http://www.ilc.is/) sér um leikmynd og búninga.
Opið út, sjálfstætt starfandi leikhús, með Charlotte Böving í broddi fylkingar setur sýninguna upp í samvinnu við
Borgarleikhúsið.
Leikstjóri: Charlotte Böving
Leikarar: María Pálsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og Víkingur Kristjánsson
Höfundar: Charlotte Böving og leikhópurinn
Tónlist; Ragnhildur Gísladóttir
Leikmynd og búningar: Gjörningaklúbburinn
Aldur: fyrir alla 6 - 99 ára
Samstarfsverkefni Opið út og Borgarleikhússins