Aðeins þrjár sýningarhelgar eftir
23.01.2024
Nú eru aðeins þrjár sýningarhelgar eftir á fallegu barnasýninguna um Litla skrímslið og stóra skrímslið! Þau sem fengu gjafabréf í jólagjöf á sýninguna er bent á að tryggja sér miða strax á mak.is.
Litla skrímslið og stóra skrímslið er byggt á vinsælu bókunum hennar Áslaugar Jónsdóttur. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir.
Þetta er í annað sinn sem leikritið um Litla skrímslið og stóra skrímslið er sýnt í atvinnuleikhúsi en verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2011 í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar við frábærar undirtektir.