Fara í efni

Af fingrum fram í Hofi

Jón Ólafsson spjallar við vinsælt tónlistarfólk í Hofi.
Jón Ólafsson spjallar við vinsælt tónlistarfólk í Hofi.

Spjalltónleikaröðin Af fingrum fram mætir loksins aftur norður þegar margt ástsælasta listafólk landsins spjallar við Jón Ólafsson í Hofi.

Tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir ríður á vaðið í nóvember og heilsar upp á Jón klyfjuð tónlist og sögum frá litríkum ferli. Í febrúar mætir söngkonan með sópranröddina, Sigríður Thorlacíus, sem hefur þrátt fyrir ungan aldur afrekað eitt og annað á tónlistarsviðinu sem rifjað upp verður þetta kvöld.

Í mars er komið að stórsöngvaranum Valdimari Guðmundssyni að líta við hjá Jóni. Að heyra piltinn syngja er í raun næg ástæða til að kíkja á hann í Hofi en svo eru auðvitað sögur á bak við allt saman og morgunljóst að það verður líf og fjör hjá þeim félögum.

Jónas Sig setur svo lokapunktinn í apríl þegar hann ræðir við Jón um áhugavert lífshlaup sitt og flytur lögin og textana sem ramma inn farsælan feril hans.

Af fingrum fram í Hofi er samvinna Menningarfélags Akureyrar og Dægurflugunnar.

Forsöluverð er til 15. september.

 

Af fingrum fram – Ragga Gísla

Af fingrum fram – Sigríður Thoralcius  

Af fingrum fram – Valdimar 

Af fingrum fram – Jónas Sig

 

 

 

 

Til baka