Afburða skemmtilegur apríl hjá Menningarfélaginu!
Það verður heldur betur líf og fjör í Hofi í apríl!
Lúðrasveit Akureyrar fagnar 80 ára afmæli með skemmtilegum tónleikum með kvikmyndaþema. Tónleikarnir fara fram í Hömrum á annan í páskum kl. 14. Frítt inn og öll vekomin.
Sunnanvindur – Eftirlætislög Íslendinga er framhald tónleika sem haldnir voru undir sama nafni til minninga um Örvar Kristjánsson harmonikkuleikara. Fluttar verða sívinsælar dægurperlur auk vinsælustu laga Örvars. Tónleikarnir fara fram í Hamraborg þann 15. apríl.
Á Barnamenningarhátíð í Hofi verða fjölbreyttir viðburðir fyrir börn á öllum aldri. Hæfileikakeppni Akureyrar er skemmtileg keppni fyrir börn í 5.-10. bekk og fer fram í Hofi miðvikudaginn 19. apríl. Skráning í keppnina er til og með 14. apríl. Á sumardaginn fyrsta kl. 13 munu Bríet blómálfur og Skringill skógarálfur segja frá komu vorsins og færa börnunum glaðning. Sýningin, Vorið kemur, er fyrir börn á leikskólaaldri. Ofurhetjuperl – smiðja fer fram kl. 14 en á sama tíma opnar sýningin Tónatal þar sem myndverk og kórsöngur tala saman. Klukkan 16 er komið að stóru stundinni þegar sjálfur Páll Óskar stígur á svið Hamraborgar. Norðlenski rapparinn Ragga Rix hitar salinn upp fyrir Palla. Síðasti viðburður Barnamenningarhátíðar í Hofi fer fram sunnudaginn 23. apríl með fjölskyldutónleikunum Karnival dýranna. Frítt er inn á alla viðburði Barnamenningarhátíðar en öll verkefnin eru styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.
Verzlunarskóli Íslands mætir í Hof laugardaginn 22. apríl með söngleikinn Hvar er draumurinn? Söngleikurinn byggir á smellum frá hljómsveitinni Sálin hans Jóns míns og er sannarleg 90´s sprengja sem enginn aðdáandi sveitarinnar ætti að missa af.
Lokakvöld Fiðrings, hæfileikakeppni fyrir nemendur í 8.-10. bekk, fer fram í Hamraborg 25. apríl kl. 20. Almenn miðasala hefst á mak.is þegar nær dregur.
Þann 28. apríl er komið að dansleikhúsinu Byrja, (bíb) búið sem fjallar um kóreógrafíu hverdagsleikans. Verkið var upphaflega sýnt sem útskriftarverk af Sviðlistabraut Listaháskóla Íslands. Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóði.
Íslandsmót IFBB í fitness og vaxtarækt er haldið í Hofi 29. apríl kl. 17. Miðasala hefst á mak.is þegar nær dregur.
Í Samkomuhúsinu er margverðlaunaði söngleikurinn Chicago sýndur út mánuðinn. Nú er allra síðustu sýningarnar komnar í sölu og því um að gera að tryggja sér miða strax svo enginn missi af þessari frábæru skemmtun. Miðasala á mak.is