Bergþórutónleikar - Afturhvarf
17.02.2012
-
17.02.2012
Á tónleikunum flytja valinkunnir tónlistarmenn mörg af þekktustu lögum Bergþóru, en einnig lög sem sjaldan heyrast.
Fram koma: Guðrún Gunnarsdóttir, söngur, Svavar Knútur, söngur, gítar og ukulele, Aðalsteinn Ásberg, söngur og gítar, Hjörleifur Valsson, fiðla, og Pálmi Sigurhjartarson, píanó.
Sérstakur gestur á öllum tónleikunum verður Pálmi Gunnarsson, söngvari og bassaleikari, sem starfaði með Bergþóru um árabil. Þá verður „leynigestur“ MA mærin Móheiður Guðmundsdóttir.
Bergþóra Árnadóttir (1948-2007) var einn af frumkvöðlum vísnatónlistar á Íslandi og lengi vel atkvæðamesta konan í hópi söngvaskálda. Í fyrstu samdi hún einkum lög við ljóð þekktra skálda, en seinna einnig tónlist við eigin texta. Á ferli sínum sendi hún frá sér allmargar hljómplötur og hélt fjölda tónleika hérlendis og í Skandinavíu.Miðaverði er stillt í hóf, aðeins kr. 2.900 kr.