Fara í efni

Akureyrarvaka í Hofi - Full dagskrá HÉR!

Það verður margt um að vera hjá okkur í Hofi á Akureyrarvöku frá föstudagskvöldi 30. ágúst til sunnudags 1. september. Kynnið ykkur dagskrána hér fyrir neðan! 

Föstudagskvöld 30. ágúst

Kl 22-23:30 || Rómantískt síðkvöld með Tríói Akureyrar || Mói Bistro.

Tríó Akureyrar flytur úrval undursamlegra dægurlaga við kertalýsta kaffihúsastemningu á Móa Bistro í Hofi. Gestir og gangandi geta litið inn, bragðað á veitingum Móa og notið sjarmerandi tónlistar frá gulláratugum dægurlagsins. Tríóið er skipað tónlistarmönnunum Valmari Väljaots, Jóni Þorsteini Reynissyni og Erlu Dóru Vogler.
Frekari upplýsingar hér 

Laugardagurinn 31. ágúst frá 14-18.

Það verður mikið um að vera í Hofi á laugardaginn og eitthvað fyrir alla!
Dagskráin er frá 14-17 og allan þann tíma er hægt að kíkja í Naust og skoða búninga frá ýmsum tímum og söngleikjum og taka þátt í laufléttri spurningakeppni til að eiga möguleika á að vinna gjafabréf á Litlu Hryllingsbúðina! Einnig verður skemmtilegt um að vera fyrir utan Hof á þessum tíma.

Kl - 14-17 || Forvitnilegir búningar LA og spennandi leikhúsfróðleikur fyrir börn || Naust

Komdu, prófaðu og vertu með í happdrætti. Búningar til sýnis frá ýmsum söngleikjum og leiksýningum sem Leikfélag Akureyrar hefur sett upp í gegnum árin. Börnin geta tekið þátt í laufléttri spurningakeppni til að eiga möguleika á að vinna gjafabréf á Litlu Hryllingsbúðina!

Frekari upplýsingar hér

Kl 14-17 || Sápukúlur, skátapopp og slökkviliðsbíll || Fyrir utan Hof

Skátarnir bjóða áhugasöm að prófað að poppa og grilla sykurpúða yfir varðeldi, gera risa sápukúlur og spreyta sig á ýmsum verkefnum.

Slökkvilið Akureyrar býður börnum á öllum aldri að skoða bílinn.

Frekari upplýsingar hér

Kl 14-15 || Leikhúslög barnanna || Hamraborg

Frábær skemmtun fyrir börn. Í fyrra komust færri að en vildu og því er búið að færa tónleikana í Hamraborg.

Frekari upplýsingar hér

Kl 14-15 || Stefán Elí og Tumi í Hofi || Hamragil

Akureyrsku tónlistarmennirnir Stefán Elí Hauksson og Tumi Hrannar Pálmason (Flammeus) leiða saman hesta sína í sínu fyrsta samstarfsverkefni. Þeir bjóða upp á einstaka tónlistarupplifun þar sem bæði verða leikin gömul og kunn lög sem þeir hafa gefið út í sitthvoru lagi, og frumflutt glænýtt, framandi og ferskt efni sem kumpánarnir hafa nýverið skapað saman.

Frekari upplýsingar hér

Kl 14-14:45 || Acro Jóga || Hamragil

Hjónin Jacob og Tinna bjóða foreldrum, börnum, systkinum, vinum, pörum… að koma og leika í Acro Jóga í Hamragili í Hofi. Þau munu leiða hópinn í gegnum skemmtilega leiki og æfingar sem munu kitla hláturtaugarnar.

Frekari upplýsingar hér

Kl 15 || Þátttökudans með Sunnevu Kjartansdóttur sumarlistamanni ||Hamragil

Sumarlistamaður Akureyrar býður upp á opin danstíma sem öll geta tekið þátt í, engin fyrri dans reynsla er nauðsynleg. Stuttur or laggóður tími þar sem áhersla verður lögð á að hafa bara gaman og hrista sig smá!

Frekari upplýsingar hér

Kl 15:15 - 15:25 || Taekwondo Brögð og brellur || Hamragil
Akureyrsku tónlistarmennirnir Stefán Elí Hauksson og Tumi Hrannar Pálmason (Flammeus) leiða saman hesta sína í sínu fyrsta samstarfsverkefni. Þeir bjóða upp á einstaka tónlistarupplifun þar sem bæði verða leikin gömul og kunn lög sem þeir hafa gefið út í sitthvoru lagi, og frumflutt glænýtt, framandi og ferskt efni sem kumpánarnir hafa nýverið skapað saman.

Frekari upplýsingar hér

Kl 15.30 – 16.00 || Una Torfa og Hafþór || Hamrar, opið fram í Hamragil.

Una Torfa, söngkona, hljóðfæraleikari og lagahöfundur gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, Sundurlaus samtöl. Hún mun taka nokkur lög í Hömrum í Hofi kl 15:30.

Frekari upplýsingar hér

Kl 16 - 16:30 || Ballett á svölunum || Svalir við Setberg.

Sunneva Kjartans, sumarlistamaður Akureyrar mun æfa ballet uppi á svölunum í Hofi sem gestir og gangandi get fylgst með. Svo tillið ykkur í Hamragilið og njótið!

Frekari upplýsingar hér

Kl 16 - 16:30 || OPIN ÆFING LA á Litlu Hryllingsbúðinni || Hamraborg.

LA verður með opna æfingu á Litlu Hryllingsbúðinni í Hamraborg þar sem öll eru velkomin að koma og vera fluga á vegg á æfingu. 

Frekari upplýsingar hér

Kl 17 - 17:40 || Sönghópurinn ÓMAR || Hamar, opið fram í Hamragil

Ómar er blandaður söngkvartett sem leggur áherslu á skemmtilega og fallega tónlist sem gleður hjartað. Á efnisskrá eru lög úr ýmsum áttum, bæði þekkt íslensk þjóðlög og verk eftir samtímahöfunda.

Frekari upplýsingar hér

SUNNUDAGUR 1. SEPT

Kl 20 - Ljóðajazz || Augnablikið og eilífðin, tónlist og ljóð í Hömrum || HAMRAR

Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Dorthe Höjland Group.

Frekari upplýsingar hér

Til baka