Allir viðburðir falla niður í dag
Hátíðarsýning Leikfélags Akureyrar sem fara átti fram klukkan 13 í dag fellur niður vegna veðurs.
Það sama á við um þrenna tónleika Friðriks Ómars, Heima um jólin.
Þeir sem áttu miða á Grýlu í dag munu fá símhringingu í dag og þeim boðið að færa sig á aðra sýningu.
Tónleikar Friðriks Ómars verða haldnir á morgun, allir þrír. Þeir sem áttu miða á tónleikana í dag munu þar af leiðandi eiga miða á tónleikana á morgun. Lítilsháttar breyting verður á viðburðartímanum.
Þeir sem áttu miða klukkan 16 í dag eiga núna miða klukkan 15 á morgun.
Þeir sem áttu miða klukkan 19 í dag eiga núna miða klukkan 18 á morgun.
Þeir sem áttu miða klukkan 22 í dag eiga núna miða klukkan 21 á morgun.
Frekari upplýsingar eru veittar hjá miðasölu MAk í síma 450-1000 en vegna álags má búast við því að erfitt sé að ná inn. Við biðjumst velvirðingar á því en þökkum jafnframt tillitsemina.
Góðar stundir.