Fara í efni

Alþjóðadagur læsis - 8. september

Menningarhúsið Hof tekur þátt í verkefninu Bók í mannhafið. Verkefnið er að frumkvæði Miðstöðvar skólaþróunar og Bókasafns Háskólans á Akureyri, Amtsbókasafnsins og Akureyrarstofu og gefendur bóka eru Amtsbókasafnið, undirbúningsnefnd og vinnufélagar þeirra.

Í  kössunum eru bækur sem fólk á öllum aldri getur tekið með sér heim, m.a. kiljur, barnabækur, þjóðlegur fróðleikur, ævisögur o.þ.h. Hver bók er merkt með límmiða með áletruninni Bók í mannhafið. Að lestri loknum er bókinni komið fyrir í sambærilegum bókakassa eða á stað sem er aðgengilegur öðrum. Bókakassarnir verða í Hofi út september.

Almenningur getur einnig sett sínar eigin bækur í mannhafið með því að setja límmiða framan á bókina þar sem stendurBók í mannhafið og skilja hana eftir í bókakassa eða á fjölförnum stað.

Endilega lítið við í Hofi og takið þátt!
 
Til baka