Alþjóðlegi dansdagurinn á Akureyri
Hugmyndin um að halda alþjóðlegan dansdag kom upp á fundi dansara í Finnlandi árið 1981. Rússneski danshöfundurinn Peter Gusev flutti tillögu um að velja fæðingardag franska danshöfundarins Jean Noverre (1727-1810) 29. apríl sem dansdag en Noverre hafði mikil áhrif á þróun danslistar í Evrópu.
Á Íslandi hefur alþjóðlegi dansdagurinn verið haldinn síðan árið 1989. Dagskrá dansdagsins á Akureyri hefst með því að dansáhugafólk marserar frá kirkjutröppum Akureyrarkirkju kl. 17:00 í gegnum miðbæinn og að Hofi. Í opna rýminu, Hamragili sýna hópar dansatriði frá dansskólum og danshópum á Akureyri og nágrenni.
Dansarar og gestir dansdagsins sem það vilja dansa saman tjútt en einnig enskan vals í tilefni dansins. Að lokum dansa gestir og dansarar saman dans dansdagsins sem Nanna úr Dans Center í Reykjavík samdi. Dansinn má sjá á slóðinni: http://www.youtube.com/watch?v=YL_eMx-1vkg
Aðstandendur Dansdagsins á Akureyri eru:
Akureyrarstofa
Dansdeild Akurs
Dansskóli Elínar Halldórsdóttur
Dansskóli Önnu Breiðfjörð
Menningarhúsið Hof
Point Dansstúdíó
Vefarinn