Ásgeir Trausti heldur tónleika í Hofi
23.05.2024
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti heldur tónleika í Menningarhúsinu Hofi 6. júlí og miðasala er hafin!
Ásgeir Trausti fer einsamall um Ísland í sumar þar sem hann kemur fram á 14 tónleikum víðsvegar um landið.
Tónleikaferðin hefst í Landnámssetrinu í Borgarnesi þann 27. júní og henni lýkur í Háskólabíói þann 14. september.
Tónleikastaðirnir eru fjölbreyttir en Ásgeir kemur m.a. fram í Básum í Þórsmörk, á Hótel Flatey, í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og Hofi, Akureyri.
Miðasala er í fullum gangi. Tryggðu þér miða strax!