Fara í efni

Dagskrá með verkum Atla Viðars Engilbertssonar

Fjöllistamaðurinn Atli Viðar Engilbertsson hefur verið í vinnustofu hjá Leikfélagi Akureyrar undanfarna viku. Atli er kunnur af verkum sínum í myndlist en færri vita að hann hefur samið fjölmörg leikverk og lagt stund á tónsmíðar. Leikarar LA og Ingibjörg Huld Haraldsdóttir leikstjóri vinna nú hörðum höndum við að setja saman dagskrá með úrvali úr verkum Atla. Meðal þess sem tekið verður fyrir eru stuttu gamanleikirnir: Bakarinn Í Bakatil" Skyrturnar" Amman & armböndin sjö" Ættarmót / Sáttar sót". Dagskráin fer fram í Rýminu, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og rennur óskiptur til listamannsins. 

Til baka