Fara í efni

Aukasýningar um páskana

Tvær aukasýningar af fjölskyldusöngleiknum vinsæla Benedikt búálfur eru komnar í sölu um páskana! Báðar sýningar eru á skírdag, 1. apríl, klukkan 13 og klukkan 16. 

Sýningin hefur fengið frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Hér eru dæmi um það sem gestir hafa skrifað um sýninguna: 

„Mér þótti þessi sýning dásamleg. Eins og leikhús á að vera.“

„Sjónrænt rosalega fallegt, leikmyndin algjör snilld. Mig langar í svona blóm á hjólum.“

„Mikil skemmtun fyrir alla. Mæli með þessu fyrir alla.“

„Frábær skemmtun og góð fjölskyldusýning.“

„Hjalti Rúnar átti frábæran leik sem Sölvar súri og Jósafat mannahrellir. Flottur vondur karl.“

„Stjarna sýningarinnar verður síðan að teljast Birna Pétursdóttir, og ekki bara af því hvað Daði, drekinn með músarhjartað, er skemmtilegur. Birna skapar einstaklega sniðugan og frumlegan karakter úr Daða og fangar bæði hjarta og hláturtaugaráhorfenda.“

MIÐASALA HÉR

Til baka