Barber í Hof
30.04.2019
Lesley Barber er líklega best þekkt fyrir tónlistina í kvikmyndinni Manchester by the Sea en myndin hlaut tilnefningar til óskarsverðlauna.
Eftir viðburðaríkt og skemmtilegt starfsár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, þar sem afmælishátíð, heimsþekktir listamenn og tvennir Mozart tónleikar báru hæst, er sveitin langt því frá komin í sumarfrí. Á næstu vikum er kanadíska tónskáldið Lesley Barber væntanleg í Menningarhúsið Hof til að taka upp kvikmyndatónlist með SN. Barber er vel þekkt fyrir tónsmíði sína í kvikmyndum og leikhúsi en frægust er hún fyrir tónlistina í Manchester by the Sea, Late Night, You Can Count on Me, Mansfield Park, Irreplaceable You, Hysterical Blindness og When Night Is Falling.
Upptökurnar eru hluti af kvikmyndatónlistarverkefninu SinfoniaNord, www.sinfonianord.is