Barn sem nýtur réttinda sinna
29.09.2020
Barn sem nýtur réttinda sinna er listsýning á verkum barna í Giljaskóla og Naustaskóla.
Verkin eru unnin út frá hugmyndinni um barn sem nýtur allra réttinda sinna, samanber sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Sjónlistakennarar og börnin áttu samræður um það hver réttindi barna eru og hvað það merki að njóta allra réttinda sinna. Í umræðunum var teflt saman ólíkum kringumstæðum barna um heim allan og hver þeirra eigin staða er í því samhengi.
Sýningin, sem opnar laugardaginn 3. október, er hluti af Barnamenningarhátíðinna á Akureyri sem fram fer í ár í október.
Sýningin er styrkt af Akureyrarbæ og er samstarfsverkefni Giljaskóla, Naustaskóla, Grenivíkurskóla og Menningarhússins Hofs.