Fara í efni

Barnamenning og gott málefni styrkt

Tilgangur hátíðarinnar var að efla samstarf milli aðila sem koma að menningu barna á Norðurlandi, njóta menningar með börnum og láta um leið gott af sér leiða en að þessu sinni rann allur ágóði hátíðarinnar til Barnadeildar FSA.

Yngstu gestirnir mættu í hús um hádegisbilið en þá tóku Heimir Ingimarsson og Hjalti Jónsson á móti börnum og foreldrum þeirra í Hömrum, minni sal Hofs. Skemmtileg lög voru sungin og börnin biðu spennt eftir að hitta leynigestinn, en það var hún Skotta úr Stundinni okkar. Skotta var virkilega ánægð að hitta áhugasöm börn sem höfðu frá mörgu að segja og tók lagið með þeim. Að því loknu stýrði Rodrigo Lopes, kennari við Tónlistarskólann á Akureyri, trommuhring fyrir gesti og gangandi í Nausti.

Hátíðin sjálf fór svo fram í Hamraborg, aðalsal Hofs. Á sviðinu komu fram rúmlega 360 flytjendur, aðallega börn, sem leggja stund á ólíkar listgreinar. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson fluttu nokkur lög og kynnar hátíðarinnar voru umsjónarmaður Stundarinnar okkar, Margrét Sverrissdóttir, og leikarinn Oddur Bjarni Þorkelsson.

Myndir frá hátíðinni

Til baka