Barnastund í Hofi laugardag
Yndislestur - lokkandi lestur barnabóka laugardaginn 17. nóvember kl. 13-16 í Hömrum Hofi.
Skemmtilegir barnabókahöfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum, Skilaboðaskjóða Freyvangsleikhússins kemur í heimsókn, bækur verða á boðstólnum þar sem Eymundsson mun kynna nýjar og vinsælar barnabækur og gestir geta gluggað í 100 bestu barnabækurnar á íslensku að mati íslenskra barnabókavarða.
13:00 BARNABÓKASETUR – hvað er nú það?
Hólmkell Hreinsson
13:10 Atriði úr Skilaboðaskjóðunni
Freyvangsleikhúsið
13:30 Reisubók Ólafíu Arndísar
Kristjana Friðbjörnsdóttir
14:00 Grímsævintýri
Kristín Helga Gunnarsdóttir
14:30 Atriði úr Skilaboðaskjóðunni
Freyvangsleikhúsið
15:00 Krakkinn sem hvarf
Þorgrímur Þráinsson
15:30 Blávatnsormurinn
Brynhildur Þórarinsdóttir
16:00 LOK
Börn og foreldrar verið hjartanlega velkomin á þennan skemmtilega viðburð.