Fara í efni

Beethovenhátíð í Hofi

Tónlistarfélagið og Menningarfélag Akureyrar bjóða upp á Beethovenhátíð í Hömrum í Hofi 1. og 8. nóvember. Tilefnið er 250 ára afmæli Ludwigs van Beethoven sem fagnað hefur verið víða um heim á þessu ári. Á fyrri tónleikunum, Franck, Hjálmar og Beethoven, koma Sif Margrét Tulinius fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari fram og leika m.a. hina stórbrotnu Kreutzer fiðlusónötu. Á seinni tónleikunum, Hinn Bjarti Beethoven, sem eru eingöngu helgaðir tónlist Beethovens er það Ásdís Arnardóttir sellóleikari og bæjarlistamaður Akureyrar sem kemur fram ásamt fríðu föruneyti.

Tónleikarnir hefjast báðir kl 15.

Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin.

Tónlistarsjóður og Akureyrarbær styrkja hátíðina. Farið verður eftir gildandi sóttvarnarreglum.

 

Til baka