Benedikt búálfur hlaut Edduverðlaun
19.09.2022
Sjónvarpsútgáfan af Benedikt búálfi var kosinn af áhorfendum sem Sjónvarpsefni ársins á Edduverðlaununum sem fram fóru á sunnudagskvöldið.
Söngleikurinn, sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi í Samkomuhúsinu í mars í fyrra, er afar vinsæll í Sjónvarpi Símans.
Ævintýralegi og vinsæli söngleikurinn eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson er einn allra þekktasti barnasöngleikur þjóðarinnar og hefur töfrandi saga og grípandi tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar unnið hug og hjörtu íslenskra barna á öllum aldri.
Innilega til hamingju Vala Fannell, Þorvaldur Bjarni, Ólafur Gunnar Guðlaugsson, Lee Proud, Marta Nordal, Auður Ösp, Friðþjófur Þorsteinsson, Andrea Gylfadóttir, Karl Ágúst Úlfsson og þið öll sem komuð að uppsetningunni!