Bjartir tímar framundan í menningarbænum Akureyri
23.06.2010
Fjöldi listamanna leggur sitt af mörkum til þess að gera opnunardagskrána sem áhugaverðasta og ljóst er að allir munu finna eitthvað við sitt hæfi.
Þann 10. september verður svo einn þekktasti söngleikur allra tíma, Rocky Horror í uppfærslu Leikfélags Akureyrar, frumsýndur í húsinu. Öllu verður tjaldað til til þess að gera sýninguna sem glæsilegasta. Vetrardagskráin verður síðan þéttskipuð af tónleikum, leiksýningum, danssýningum, ráðstefnum og öðrum viðburðum en nánari upplýsingar um opnunarhátíðina og dagskrá vetrarins verður auglýst síðar í sumar.
Það eru því bjartir tímar á sviði lista og menningar í bænum. Starfsmenn Hofs hlakka til ánægjulegra samverustunda í húsinu með Akureyringum og öðrum gestum á komandi árum.