Björgvin Franz kennir í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar
09.02.2023
Leikarinn Björgvin Franz Gíslason, sem hefur undanfarin tvö ár slegið í gegn hjá LA í Benedikt búálfi, Skugga Sveini og fer núna snilldarlega með hlutverk Billý Bé hæstaréttalögmanns í Chigaco, kennir þessa dagana í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.
Samkvæmt Jennýju Láru, skólastjóra Leiklistarskólans, kennir Björgvin grunndeildarhópum leiklistarskólans í febrúar og nýtur strax mikilla vinsælda.
Björgvin sjálfur er mjög ánægður að fá að kenna leiklistina á Akureyri:
„Ég elska að leika og hef því ástríðu fyrir því að segja skemmtilegar sögur á sviði. Það er því einstaklega ánægjulegt að fá að miðla reynslu minni og tækni til ungra áhugasamra leiklistarnema hér fyrir norðan.“
Heppnir leiklistarnemendurnir okkar!