ACO - Blaðamannafundur
Menningarfélag Akureyrar boðar til blaðamannafundar í Hofi, sunnudaginn 29. mars klukkan 14.
Ástæðan er fyrstu upptökur nýrrar „score“ hljómsveitar The Arctic Cinematic Orchestra. Hljómsveitin sem er skipuð meðlimum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands mun sérhæfa sig í að taka upp sinfónísíska tónlist fyrir kvikmyndir, hljómplötuútgáfu og önnur stór verkefni bæði íslensk og erlend.
Sem fyrr segir fara fyrstu upptökurnar fram á sunnudaginn en þar tekur hljómsveitin upp lög fyrir Disney annars vegar og hins vegar 100 ára afmælislag íþróttafélagsins Þórs á Akureyri.
Á sunnudaginn viljum við bjóða ykkur að kíkja til okkar í Hof. Ná myndum af viðburðnum og taka viðtal við Þorvald Bjarna Þorvaldsson, verkefnastjóra tónlistarsviðs hjá Menningarfélagi Akureyrar og forsvarsmanns verkefnisins. Auk hans mun Gréta Salóme vera til viðtals en tónlist Disney sem tekin er upp á sunnudaginn verður flutt í sýningu á hennar vegum vestan hafs.
Blaðamannafundurinn hefst sem fyrr segir klukkan 14 en ljósmyndurum og upptökumönnum er frjálst að mæta klukkan 13.30 en þá mun hljómsveitin að líkindum vera í miðjum klíðum að taka upp lög úr kvikmyndinni Frozen.
Fleiri verkefni eru í farvatninu og hefur þegar verið bókað session fyrir Sony en kvikmyndatónlistin úr „The Perfect Guy“ sem Atli Örvarsson semur verður einnig tekin upp af The Arctic Cnematic Orchestra.