Blýnótt í Hofi
02.10.2018
„Blýnótt“ er yfirskrift sýningar Brynhildar Kristinsdóttur sem opnuð verður föstudaginn 5. október kl. 17 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Sýningin fjallar um nánd og myrkur í ljósi, hvernig manneskjan ferðast frá ljósi í dimmu og aftur til baka.
Brynhildur Kristinsdóttir, fædd 1965, nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Brynhildur hefur starfað við eigin myndsköpun, kennt myndlist og átt í samstarfi við ýmsa listamenn, gert leikmynd og búninga fyrir gjörninga og dans. Brynhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.
Sýningin stendur til 2. desember.