Kvikmyndakvöld - Borgarljós
19.10.2011
-
19.10.2011
Miðvikudagskvöldið 19. október kl. 20 verður Borgarljós (e. City Lights) eftir Charlie Chaplin sýnd.
Kvikmyndin Borgarljós (City Lights) frá árinu 1931. Kvikmyndir Charlie Chaplins eru fyrir löngu orðnar viðurkennd
listaverk.Borgarljósin eru að mati flestra ein af hans vönduðustu myndum þar sem hvert atriðið er öðru fyndnara. Flækingurinn verður
ástfanginn af blindri blómasölustúlku og þegar hann fréttir að hægt sé að lækna sjón hennar með aðgerð, leggur
hann á sig ótrúlegustu þrautir til að útvega henni peningana. Tónlistin í kvikmyndinni er eftir Chaplin sjálfan.
Sýningin fer fram í Hamraborg, númeruð sæti.