Bríet í Hofi á sunnudaginn
Á sunnudaginn mun engin önnur en söngkonan Bríet stíga á svið Hamraborgar í Hofi á Sumartónum Ungmennaráðs Akureyrar og Menningarhússins Hofs í tilefni af Barnamenningarhátíðinni á Akureyri.
Norðlenska söngkonan Eik Haraldsdóttir mun einnig koma fram á tónleikunum. Eik slær taktinn inní sumarið ásamt Agli Andrasyni meðleikara sínum. Þau munu hita tónleikagesti Hofs upp fyrir Bríeti, sem mun ásamt Rubin Pollock gítarleikara spila sín uppáhalds lög í bland við eigið efni.
Tónleikarnir Sumartónar setja punktinn yfir I-ið á Barnamenningarhátíðinni á Akureyri í ár.
Frítt er inn á tónleikana en allir gestir þurfa að tryggja sér miða á mak.is eða í miðasölu í Hofi. Muna grímuskyldu.
Tónleikarnir hefjast kl. 14 og eru í klukkustund.
Tónleikarnir eru styrktir af Akureyrarbæ.