Fara í efni

Bubbi Morthens Þorláksmessutónleikar

Uppselt er á tónleikana!

Líkt og margar aðrar hefðir í þjóðfélaginu eru Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens orðnir ómissandi liður í undirbúningi jólanna. Í yfir 20 ár hefur Bubbi haldið þessari hefð sinni á Þorláksmessunni, lengst af á Hótel Borg, undanfarin ár á NASA við Austurvöll og í  ár munu þeir verða haldnir í  Háskólabíói v/ Hagatorg, líkt og undanfarin ár.

Að venju verður útvarpað frá tónleikunum á Bylgjunni. Bubbi mun halda sínar föstu hefðir með tímasetningu og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 22:00.  Engum blöðum er um það að fletta að Bubbi á sér fastan sess hjá þjóðinni og margir sem líta á Þorláksmessutónleika hans sem hluta af sínum jólaundirbúningi, annað hvort með að mæta á tónleikana eða hlusta á þá í útvarpi á meðan hugað er að jólahaldinu heima fyrir.  

Fyrsti í Þorláksmessu í Hofi

Það er okkur ánægja að tilkynna að Bubbi verður í fyrsta skipti á Akureyri með Þorláksmessutónleika og hefur 21. desember orðið  fyrir valinu.  Munu tónleikarnir verða með sama sniði og hinir venjubundnu Þorláksmessutónleikar sunnan heiða. Er von Bubba að þetta geti orðið árlegur viðburður fyrir norðan.

Miðasala hefst föstudaginn 18. nóvember kl. 13.
Til baka