Caput hópurinn: Ísland/Skotland
Frumflutt verður 11 þátta verk, Too loud a solitude, fyrir selló og píanó sem Akureyringurinn Hafliði Hallgrímsson samdi sérstaklega fyrir þá Sigurð og Daníel. Hafliði, sem býr og starfar í Edinborg í Skotlandi, hefur unnið að þessu tónverki undanfarin ár.
Hálfskotinn Guðni flytur skosku verkin Winter for clarinett og Nine days Piobaireachd. Guðni Franzson hefur fengist við skoskan ballöðusöng í gegnum tíðina og munu þeir Caput menn flytja skosku ballöðuna Eileen Aroon.
Tónskáldið Haukur Tómasson hefur verið einskonar hirðtónskáld Caput hópsins frá upphafi. Að þessu sinni verða flutt
tvö verka hans: Við erum engin vorhænsni fyrir klarinett og píanó og Skak fyrir klarinett, selló og píanó en Haukur endurvann
það verk sérstaklega
fyrir þessa tónleika.
500 kr. afsláttur er veittur af miðum keyptum af vefnum. Vinsamlegast athugið að afslátturinn birtist í þriðja skrefi í kaupferlinu.