Fara í efni

Chicago, myndlistarsýningin Andlit/Faces og raunveruleiki íslenskra kvenna

Það er heldur betur pökkuð helgi framundan hjá Menningarfélagi Akureyrar!

Fjörið hefst strax í kvöld í Samkomuhúsinu þegar söngleikurinn  Chicago verður sýndur klukkan 20. Löngu uppselt er á sýninguna enda hafa miðarnir flogið út! Söngleikurinn verður einnig sýndur föstudags- og laugardagskvöld og að sama skapi er uppselt á þær sýningar en við minnum á að ósóttar pantanir eru seldar daglega. Það er því um að gera að kíkja reglulega inn á mak.is og athuga hvort heppnin sé með manni! 

Á laugardaginn verður opnuð myndlistarsýningin Andlit/Faces í Menningarhúsinu Hofi. Um sýningu myndlistarkonunnar Guðrúnu Pálínu Guðmundsdóttur er að ræða. Opnun hefst klukkan 14 og eru öll velkomin. Sýning Guðrúnar Pálínu verður opin á opnunartíma Hofs og stendur til 7. apríl. 

Á laugardaginn verða tvær sýningar af metsölusýningunni Bíddu bara í Hofi – sú fyrri klukkan 17 og síðari klukkan 20. Það er Gaflaraleikhúsið sem kemur með sýninguna norður en þetta einlæga, beitta og drepfyndna verk fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir. Með öll hlutverk fara stórstjörnurnar Salka Sól, Selma Björnsdóttir og Björk Jakobsdóttir. Enn er hægt að nálgast miða á mak.is!

Það er því ljóst að það verður af nógu að taka um helgina og ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Góða helgi!

Til baka