Dimma og SinfoniaNord í Hofi – Miðasala er hafin!
Hljómsveitin DIMMA fagnar 20 ára afmæli með stórtónleikum ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi, Akureyri þann 5. október og miðasala er hafin!
Á efnisskránni verða vinsælustu lög DIMMU ásamt völdum ópusum af öllum breiðskífum sveitarinnar í rokksinfónískum útsetningum Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar, Haraldar Vignis Sveinbjörnssonar og Julian Kershaw, sem hefur m.a. útsett fyrir Paul McCartney, Kasabian og Elvis Costello.
Allir sem sáu fyrri tónleika DIMMU og SinfoniaNord fyrir tæpum áratug síðan eru sammála um að það hafi verið ógleymanleg upplifun. Það er því vel við hæfi að DIMMA fagni stórafmæli sínu ásamt SinfoniaNord, sem gengur nú aftur inn í hljóðheim þungarokksveitarinnar vinsælu og ljáir honum nýja vídd.
Þessum einstaka tónlistarviðburði vilt þú ekki missa af! Tryggðu þér miða strax!