Fara í efni

DIMMA og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Haldið ykkur fast því tónlistarheimurinn leikur á reiðiskjálfi!


Sinfóníuhljómsveit Norðurlands gengur inn í heim þungarokksveitarinnar DIMMU og ljáir honum nýja vídd. Julian Kershaw sem er heimsþekktur útsetjari frá Englandi mun taka þátt í verkefninu með Dimmu. Hann hefur nýlega unnið útsetningar fyrir sjálfan Sir Paul McCartney, Richard Ashcroft og Elvis Costello. Þetta verður grjóthörð og töfrandi rokksýning með brellum og brögðum í hljóðum og ljósum. Ray Gwilliams sem hefur séð um video grafíkina fyrir Sigur Rós mun hanna sjónræna hluta sýningarinnar. Lögin Ljósbrá, Ég brenn, Þungur kross og öll þekktustu lög Dimmu munu hljóma í Hofi í nýjum og spennandi rokksinfónískum útsetningum þann 17. október. 

Ekki bara það, Dimma og Sinfónían ætla að leggja land undir fót þann 31. október og endurtaka sýninguna í Eldborgarsal Hörpu.

Grjóthörð og myrk rokksinfónísk upplifun.

Til baka