Disney og Herra Hnetusmjör í Hofi um helgina!
Það verður aldeilis fjör í Hofi fyrir börn á öllum aldri um Hvítasunnuhelgina!
Danssýningin Disney, sem Steps dancecenter heldur, fer fram í Hamraborg á laugardeginum. Dansskólinn fagnar tíu ára afmælinu sínu með glæsilegri sýningu þar sem karakterar úr Disney ævintýrum koma við sögu.
Á mánudeginum stígur enginn annar en Herra Hnetusmjör á svið Hamraborgar með tvennum fjölskyldutónleikum. Fyrri tónleikarnir eru klukkan 14 en þeir síðari klukkan 16. Örfáir miðar eru lausir á tónleikana.
Að auki verða framhaldsprófstónleikar á vegum Tónlistarskólans á Akureyri í Hofi um helgina. Nánari upplýsingar á mak.is.
Að lokum minnum við á sýninguna Forðabúr hjartans sem er samsýning 43 félaga í Myndlistarfélaginu. Sýningin er í Hamragili og stendur til 23. ágúst.