Fara í efni

Dúndurfréttir og Eiríkur Hauksson

Dúndurfréttir er landsins besta tónleikasveit og hafa þeir haldið uppi heiðri klassískrar rokktónlistar í 15 ár, og hefur sveitin haldið fjöldan allann af tónleikum víðsvegar um landið, m.a með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, svo fátt eitt sé upptalið.

Eirík Hauksson þarf vart að kynna fyrir íslendingum en hann hefur verið einn dáðasti söngvari þessa lands í hjartnær 3 áratugi, bæði með hljómsveitum sínum Start, Drýsli og ARTCH og undir sínu eigin nafni.

Eiríkur Hauksson kom fram með Dúndurfréttum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og þótti mönnum takast það vel til að fyrirhugaðir eru tónleikar í Hofi þar sem þeir ætla að flytja það besta úr sögu rokksins í bland við perlur Eiríks í gegnum tíðina.

ROKKVEISLA!

Til baka