Eftirmiðdagslúr
Stjórnandi Veiranna er Akureyringurinn Guðbjörg R. Tryggvadóttir. Veirurnar eru 18 manna blandaður kór og eru flestir kórmeðlimir ættaðir úr Skagafirði. Dagsskráin er fjölbreytt og metnaðarfull og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Á söngskrá Veiranna eru íslensk og norræn sönglög fyrir hlé. Eftir hlé leikur Jón Þorsteinn lög m.a. eftir Paganini, Piazzolla og Wagner. Veirurnar taka svo við og syngja létt lög m.a. frá Írlandi, Skotlandi og Bandaríkjunum.
Tvísöngur í Jag unnar dig ändå allt gott
Ásta Begga Ólafsdóttir og Gísli Sveinsson
Einsöngur í Våren
Elma Atladóttir
Miðaverð á tónleikana er 1.500 kr. sem er frábært miðaverð fyrir alla. Til að gefa fjölskyldum með börn færi á að koma er frítt fyrir 12 ára og yngri. Einungis er hægt að bóka barnamiðana í miðasölu Hofs, sem er opin alla virka daga kl. 13-19.