Egill heiðraður í Eldborg
Stórstjarnan Egill Ólafsson var heiðraður með glæsilegum tónleikum í Menningarhúsinu Hofi í haust og nú er komið að höfuðborgarsvæðinu að njóta!
Tónleikarnir Egill Ólafsson heiðraður í Eldborg fara fram föstudagskvöldið 26. janúar. Sem fyrr eru það Eyþór Ingi Gunnlaugsson & Babies, Diddú, Ólafur Egill Egilsson og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem flytja lög frá glæsilegum ferli Egils Ólafssonar. Þar er af nógu að taka, lög Spilverks Þjóðanna, Stuðmanna, af sólóplötum Egils og lög úr leikhúsinu. Seinni hluti tónleikanna er svo með sérstaka áherslu á Þursaflokksárin.
Heiðursgestur: Egill Ólafsson
Hljómsveitarstjóri: Guðni Franzson
Þessi viðburður er liður í menningarbrú Hörpu og Hofs.
Það er alveg að verða uppselt á viðburðinn en miðar fást á tix.is!