Fara í efni

Elska - ástarsögur Norðlendinga í Hömrum

Leikhópurinn Artik hefur í sumar og haust safnað saman raunverulegum ástarsögum para víða af norðausturland og unnið úr þeim leikverkið Elsku - Ástarsögur Norðlendinga. Handritið er unnið orðrétt upp úr viðtölum sem tekin voru við pörin og einnig er tónlist nýtt til að teikna sögurnar upp. Þetta er því hreinræktuð heimildarsýning sprottin upp úr okkar umhverfi á norðurhjara veraldar. Frá nágrönnum þínum, frænkum, frændum, mömmu, pabba, ömmu, afa, systkinum – eða jafnvel þín eigin saga. Það er því aldrei að vita nema það kannist einhverjir við sögurnar sem birtast á sviðinu.

Um snarpan sýningartíma er að ræða þar sem að einungis tvær sýningar verða, 11. og 12. nóvember. Hægt er að tryggja sér miða á www.mak.is

Leikhópurinn fékk veglegan styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra til að vinna sýninguna.

 

Handrit: Jenný Lára Arnórsdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson og Agnes Wild

Leikstjórn: Agnes Wild

Leikararar: Jenný Lára Arnórsdóttir & Jóhann Axel Ingólfsson

Tónlist: Jóhann Axel Ingólfsson

Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir

Aðstoð við dans og hreyfingar: Katrín Mist Haraldsdóttir

Ljósmyndir: Daníel Starrason

Grafísk hönnun: Vaiva Straukaite

 

Til baka