Fara í efni

Bláa gullið

Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda sem og áhorfenda og var tilnefnd til Grímuverðlauna sem besta barnasýningin síðasta vetur. Þrír trúðar leiða áhorfendur um undraheima vatnsins og bregða sér í hlutverk vatnsmólikúls sem fer víða – frýs í jökli, flækist um garnir risaeðlu og gufar upp.

Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður og Gjörningaklúbburinn skapa sýningunni töfrandi umgjörð með nýstárlegri hjóð- og sviðsmynd.

Leikstjóri: Charlotte Böving.

Leikarar: María Pálsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og Víkingur Kristjánsson.

Höfundar eru leikstjóri og leikarar.

Sýningin er sett upp í samstarfi við Borgarleikhúsið.

Norðuorka, Rarik, KEA og Flugfélag Íslands styrkja sýninguna í Hofi.

Aðstandendur sýningarinnar hafa ákveðið að bjóða 2 fyrir 1 af miðaverði á almennu sýninguna. Athugið að einungis er hægt að bóka tilboðið í miðasölu Hofs í s. 450 1000, miðasalan er opin virka daga 13-19.

 

Til baka