Bláa gullið
Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda sem og áhorfenda og var tilnefnd til Grímuverðlauna sem besta barnasýningin síðasta vetur. Þrír trúðar leiða áhorfendur um undraheima vatnsins og bregða sér í hlutverk vatnsmólikúls sem fer víða – frýs í jökli, flækist um garnir risaeðlu og gufar upp.
Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður og Gjörningaklúbburinn skapa sýningunni töfrandi umgjörð með nýstárlegri hjóð- og sviðsmynd.
Leikstjóri: Charlotte Böving.
Leikarar: María Pálsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og Víkingur Kristjánsson.
Höfundar eru leikstjóri og leikarar.
Sýningin er sett upp í samstarfi við Borgarleikhúsið.
Norðuorka, Rarik, KEA og Flugfélag Íslands styrkja sýninguna í Hofi.
Aðstandendur sýningarinnar hafa ákveðið að bjóða 2 fyrir 1 af miðaverði á almennu sýninguna. Athugið að einungis er hægt að bóka tilboðið í miðasölu Hofs í s. 450 1000, miðasalan er opin virka daga 13-19.