Sumarsýningar í Hofi
28.05.2011
Sögustaðir - í fótspor W.G. Collingwoods
Á sýningunni má sjá ljósmyndaverk eftir Einar Fal Ingólfsson, sem unnin eru með hliðsjón af vatnslitamyndum, teikningum og ljósmyndum sem breski myndlistarmaðurinn og fornfræðingurinn William Gershom Collingwood málaði og tók af stöðum sem koma fyrir í Íslendingasögunum á tíu vikna ferðalagi um Ísland sumarið 1897.
Komið - skoðið
Við Eyjafjörð er blómlegt og öflugt safnastarf. Söfnin þar eru jafn fjölbreytt eins og þau eru mörg. Á samsýningu í Hofi sýnir hvert safn einn grip úr safnkosti sínum og gefur það hugmynd um fjölbreytileikann. Sýningarnar verða opnar fram eftir sumri.
Allir hjartanlega velkomnir.