Ein vinsælasta sinfónía Beethovens og spennandi píanókonsert
07.02.2012
Sinfónían er rómuð fyrir kraft og fegurð, er full glaðværðar og danshrynjanda. Hún hefur verið vinsæl í ýmsum
kvikmyndum en nýlegt dæmi þess er í verðlaunamyndinni The King's speech.
Á efnisskránni er einnig frumflutningur á nýju íslensku tónverki eftir Jón Ásgeirsson tónskáld. Um er að ræða píanókonsert þar sem einleikarinn Peter Máté, einn fremsti píanóleikari okkar Íslendinga stígur á stokk en Jón samdi verkið sérstaklega fyrir hann. Jón hefur lengi fylgst með ferli Peters og segir m.a. um hann: Peter er frábær píanóleikari, hann er einstaklega næmur á blæbrigði og hefur mjög góða og eftirtektarverða tækni.
Fingalshellir eftir Mendelssohn er einnig á efnisskránni. Verkið ætti að höfða vel til Íslendinga en í framvindu þess getur að heyra enduróm af hljóðum sjófugla, vindgnauði, sjávarnið og veðurofsa í margbreytilegum myndum.
Tónlistarfólk og aðrir listamenn tala gjarnan um hversu mikil nálægð skapast við áheyrendur í Hamraborginni í Hofi og hversu mikilvæg hún er til að efla stemningu og hughrif. Hljóðfæraleikarar SN hlakka til tónleikanna 12. febrúar sem þykja kjörið tækifæri fyrir alla til að upplifa töfra klassískrar tónlistar. Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að hlýða á glæsilega sinfóníu og frumflutning á íslensku verki í takt við ört hækkandi sól.
Miðaverð í forsölu er 3.600 kr. og lýkur 8. febrúar eftir það er verðið 4.900 kr. Nánari upplýsingar í miðasölu Hofs s. 450 1000 og hér.
Á efnisskránni er einnig frumflutningur á nýju íslensku tónverki eftir Jón Ásgeirsson tónskáld. Um er að ræða píanókonsert þar sem einleikarinn Peter Máté, einn fremsti píanóleikari okkar Íslendinga stígur á stokk en Jón samdi verkið sérstaklega fyrir hann. Jón hefur lengi fylgst með ferli Peters og segir m.a. um hann: Peter er frábær píanóleikari, hann er einstaklega næmur á blæbrigði og hefur mjög góða og eftirtektarverða tækni.
Fingalshellir eftir Mendelssohn er einnig á efnisskránni. Verkið ætti að höfða vel til Íslendinga en í framvindu þess getur að heyra enduróm af hljóðum sjófugla, vindgnauði, sjávarnið og veðurofsa í margbreytilegum myndum.
Tónlistarfólk og aðrir listamenn tala gjarnan um hversu mikil nálægð skapast við áheyrendur í Hamraborginni í Hofi og hversu mikilvæg hún er til að efla stemningu og hughrif. Hljóðfæraleikarar SN hlakka til tónleikanna 12. febrúar sem þykja kjörið tækifæri fyrir alla til að upplifa töfra klassískrar tónlistar. Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að hlýða á glæsilega sinfóníu og frumflutning á íslensku verki í takt við ört hækkandi sól.
Miðaverð í forsölu er 3.600 kr. og lýkur 8. febrúar eftir það er verðið 4.900 kr. Nánari upplýsingar í miðasölu Hofs s. 450 1000 og hér.