Fara í efni

ABBA heiðurstónleikar - miðasala að hefjast

Miðasala á heiðurstónleika ABBA hefst 30. nóvember kl. 13 í miðasölu Hofs og á vefnum. Eftir tvenna frábæra tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 25. ágúst síðastliðinn hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn. Tónleikar verða haldnir í Hörpu þann 9. febrúar og Menningarhúsinu Hofi Akureyri 16. mars næstkomandi.

ABBA er vinsælasta hljómsveit allra tíma að Bítlunum undanskildum og hafa plötur sveitarinnar selst í yfir 370 milljónum eintaka. Hljómsveitin starfaði aðeins í 10 ár en á þeim tíma sendi hún frá sér fleiri smelli en hér er pláss til að telja upp.

Mest seldi geisladiskur i Bretlandi frá upphafi er einmitt ABBA Gold sem gefinn var út árið 1992.

Söngkonurnar Selma Björns, Regína Ósk, Stefanía Svavarsdóttir og Erna Hrönn Ólafsdóttir munu syngja lög eins og Dancing Queen, Mamma mia, Fernando, S.O.S og fleiri við undirleik hljómsveitar undir stjórn Jóns Ólafssonar.

Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson
Söngur: Selma Björns, Regína Ósk, Stefanía Svavarsdóttir og Erna Hrönn Ólafsdóttir
Danshöfundur:
Selma Björnsdóttir

Hljómsveit:
Jón Ólafsson: hljómborð/flygill
Haraldur V. Sveinbjörnsson: hljómborð
Vilhjálmur Guðjónsson: gítar og saxófónn
Ólafur Hólm: trommur
Friðrik Sturluson: bassi
Einar Þór Jóhannsson: gítar

Ljósameistari: Agnar Hermansson
Umsjón
: Dægurflugan ehf.

Nánari upplýsingar og miðasala hér.

Til baka