Projeto Brasil! Suðræn sveifla með Sigurði Flosasyni.
Projeto Brasil! er nýtt og spennandi samstarfsverkefni saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar og sænska gítarleikarns Hans Olding.
Þeir hafa nýlega sent frá sér samnefnda plötu í Svíþjóð sem fengið hefur frábæra dóma. Á henni er klassísk vinsæl brasilísk tónlist frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar eftir höfunda á borð við Antonio Carlos Jobim, Milton Nascimento og Vinicius DeMoraes. Einnig eru þar lög eftir höfuðpaura hljómsveitarinnar í svipuðum stíl.
Aðrir hljómsveitarmeðlimir eru sænski slagverksleikarinn Ola Bothzén, danski kontrabassaleikarinn Morten Ankareldt og íslenski sellóleikarinn Þórdís Gerður Jónsdóttir.
Suðræn sveifla og valinn maður í hverju rúmi!
Miðasala er á mak.is og í miðasölu Menningarfélagsins í Menningarhúsinu Hofi. Miðasalan er opin frá kl 12-17 og þrjá klst. fyrir tónleika.