Dans, rómantík og Þrándur Þórarinsson
Framundan er líf og fjör í Menningarhúsinu Hofi eins og vanalega. Í hádeginu í dag, fimmtudag, fer fram hin árlega dansbylting, Milljarður rís, þegar dansað verður gegn ofbeldi. Nýja FO-húfan verður til sölu en allur ágóði rennur til verkefna UN Women. Endilega komdu og dansaðu og leggðu þessu mikilvæga verkefni lið!
Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að í dag er dagur elskenda; sjálfur Valentínusardagurinn. Að því tilefni mun þríeykið Helga Kvam, Pálmi Óskarsson og Þórhildur Örvarsdóttir segja sögur af ástinni á tónleikum í kvöld. Miðasala er í fullum gangi á mak.is en tónleikarnir eru styrktir af VERÐANDI listsjóði.
Um helgina mun Leikfélag VMA sýna söngleikinn Bugsý Malón en aðeins tvær sýningar eru eftir af þessari skemmtilegu sýningu. Hinn umtalaði listamaður, Þrándur Þórarinsson, mun svo opna myndlistarsýningu sína í Hofi á laugardaginn klukkan 16. Öll velkomin.