Fara í efni

Þjóðsagnakeppni Umskiptinga

Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist er frumsýnd 5. október í Samkomuhúsinu.
Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist er frumsýnd 5. október í Samkomuhúsinu.

Í tilefni frumsýningar á fjölskyldusýningunni Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist sem og 200 ára fæðingarafmæli Jóns Árnasonar blæs leikhópurinn Umskiptingar til þjóðsagnasamkeppni fyrir krakka í 2.-7. bekk grunnskóla.

Sagan má að hámarki vera 500 orð fyrir börn í 2.-.4. bekk og 1000 orð fyrir 5.-7. bekk.

Verðlaunaafhending í Samkomuhúsinu á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember!

Handritshöfundar Galdragáttarinnar sitja í dómnefnd og horfa sérstaklega til hverskyns frumsköpunar og hugmyndaauðgi í sögunum.

 

Skilafrestur rennur út föstudaginn 1. nóvember - en sögum má skila á netfangið umskiptingar@gmail.com.

 

Til baka